Gleðileg Jól

Náttfari Bifhjólasamtök óska öllum félögum og öðrum landsmönnum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi tímum

Stjórnin

Aðalfundur

Aðalfundur Náttfara Bifhjólasamtaka, verður haldinn fimmtudaginn 1.júní 2023 kl.20:00 í Rauða húsi samtakanna að Garðarsbraut 22 Húsavík.  Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

Rauða Húsið

Félagar, minnum á að spjallfundir með  myndasýningum  frá liðnum tíma og  kaffi ,og jafnvel önnur efni,eru öll fimmtududagskvöld,kl 20.00 okkur til skemmtunar og ánægju (eða óánægju)  í Rauða Húsinu okkar Garðarsbraut 22 á Húsavík. við hliðina á Gumma rakara Nýtum okkur frábæra félagsaðstöðu okkar og eflum skemmtilegan og góðan félagskap sem hefur verið öflugur, en dalað svolítið í seinni tíð, en er ennþá með sama markmiðið og sett var við stofnun.

Nafn samtakanna er Náttfari – bifhjólasamtök Þingeyinga.
Samtökin voru stofnuð á Gamla-Bauk á Húsavík 5. maí 2006
Tilgangur samtakanna er að;
- koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjólafólks í Þingeyjarsýslu,
- gæta hagsmuna félagsmanna á opinberum vettvangi,
- stuðla að bættri umferðarmenningu með góðu fordæmi og
- hjóla saman og skemmta sér og öðrum.

Aðalfundur 2022

Náttfari bifhjólasamtök halda aðalfund að Garðarsbraut 22 Rauðu Höllinni Húsavík Sunnudaginn 8. Maí kl 17:00  Venjuleg aðalfundarstörf

Hvetjum félaga til að mæta og taka með sér nýja félaga

Stjórnin

Rauða Höllin

Opnuðum formlega Rauðu Höllina nýju félagsaðstöðina okkar. Jónas bakaði dýrindis vöfflur og Simmi þeytti rjóma og hinir hjálpuðu til og gerðum við glæsilegt kvöld fín mæting og fengum góða gesti sem gengu í félagið  Myndir á myndasíðunni

Opnunarhátíð 13.apríl

Góðir félagar nú er komið að vígslu nýju félagsaðstöðu okkar Garðarsbraut 22. Sævar og Biggi, með smá aðstoð frá okkur hinum, eru búnir að gera húsið mjög huggulegt.
Við ætlum að halda opnunarveislu miðvikudagskvöld 13.apríl kl. 19:30 með vöfflukaffi og einnig geta menn gert sér glaðan dag með öðru góðgæti sem til er á staðnum.

Nú sýnum við mátt okkar ágæta félags og hittumst kát og hress ,og upplagt að taka með sér nýja félagsmenn sem eru auðvitað velkomnir í hópinn

Félagsfundir

Jæja félagar góðir nú getum við komið saman í Rauða húsinu okkar og spjallað og spegulerað yfir kaffibolla og öðru
Endurvekjum fimmtudagskvöldin sem voru svo skemmtileg

Gleðileg Jól

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi hjólaári.
Náttfari hefur fest kaup á húsnæði að Garðarsbraut 22
Það hentar okkur mjög vel til félagsaðstöðu eftir að félagar hafa farið höndum um og gert eins og við viljum hafa það.

Til hamingju Náttfarafélagar nú eflumst við á nýju ári

Stjórnin

Aðalfundur Breyting

Breyting verður á staðsetningu Aðalfundar 24.júní 2021 og verður hann á Fosshóteli Húsavík og hefst með mat kl. 19:00 stundvíslega annað verður vonandi óbreytt

Stjórnin

AÐALFUNDUR 21


Aðalfundur Náttfara verður haldinn á Veitingastaðnum Sölku á Húsavík fimtudaginn 24.júní 2021 kl 19:00.
Venjuleg aðalfundastörf auk þess sem ræða þarf framtíð samtakanna
Pizzuhlaðborð í boði
Stjórnin