Fundargerðir

          Aðalfundur Náttfara..

Sunnudaginn 11 mai 2014  var aðalfundur Náttfara bifhjólasamtaka Þingeyinga haldin fyrir árið 2013 í Hvítahúsinu á Húsavik.

Formaður Sigurður Örn #63 setur fund og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 1. 1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður stakk upp á Kjartani Traustasyni # 53 fundarstjóra

Og Jónasi Kristjánssyni # 172 fundarritara.

Samþ. Samhljóða.

 1. 2.   Inntaka nýrra félaga.

Fyrir fundi lágu tvær beiðnir um inngöngu í félagið

Olga Gísladóttir og Sigríður Benediktsdóttir

Borið upp og samþ.samhljóða.

 1. 3.    Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.

Formaður gerði grein fyrir helstu atriðum í starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi, félagar sem greiddu félagsgjald síðasta ár voru 74 fækkuðu úr 86.

 1. 4.    Ársreikningur 2013

Erlingur Bergvinsson #171 gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi viðsnúningur varð frá fyrra ári vegna ýmissa sparnaðarráðstafana frá tapi í tæp 130 þús i hagnað,

Smá umræður urðu um reikninga og voru þeir svo bornir upp og samþykktir samhljóða.

 1. 5.    Félagsgjöld.

Tillaga stjórnar var óbreytt félagsgjald eða 4500 kr

Samþ.samhljóða.

 1. 6.    Lagabreytingar.

Engar tillögur bárust um lagabreytingar.

 1. 7.    Kosningar

Formaður Sigurður Örn # 63 gaf kost á sér áfram ekki gáfu fleiri kost á ser þannig Sigurður var sjálfkjörin formaður áfram

Aðrir stjórnarmenn gáfu einnig allir kost á sér

Erlingur Bergvinsson #171

Guðlaugur Árnason #36

Jónas Kristjánsson #172

Sævar Guðbrandsson # 141

Stefán Haukur Grímsson #28

Óskar Kristjánsson #62

Borið upp og samþykkt með lófataki.

Kosning tveggja skoðunarmanna

Arnar Sigurðsson #32 og Guðmundur Salomonsson #77 gáfu einnig kost á sér áfram, samþ. Samhljóða.

Kosning tveggja manna i húsnefnd

Benedikt Kristjánsson #104 og Sigmundur Þorgrímsson

Gáfu kost á sér áfram samþ. Samhljóða.

 1. 8.    Önnur mál.

Rætt var um virkni félaga, fa menn til aðvera virkari í félaginu

Fyrirspurn kom frá Benedikt #104 hvað eða hvort eitthvað sérstakt ætti að gera með peningana sem félagið á eða bara safna þeim. Smá umræður voru og ekki taldir það miklir að það væri ástæða til að hafa áhyggjur af þvi svona nema til eðlilegra nota.

Tillaga kom frá Stefáni #28 um að hringja í þá sem ekki borguðu árgjaldið og að ath hvort þeir ætli að hætta í félaginu.  samþykkt að gera það.

Rætt var um að halda áfram að halda matarveislu í Heiðarbæ, stjórn falið að ganga frá því.

Tillaga frá Stefáni #28 hvort ekki væri sniðugt að hafa fjölskylduhelgi einhverntiman í sumar fá tjaldstæði og hittast og hafa gaman saman, stjórn falið að skoða það.

Rætt um að reyna að gera heimasíðuna virkari að hinn almenni félagsmaður væri duglegri að koma með efni og myndir til að setja inn.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.14

 

Jónas Kristjánsson # 172 ritari.

 

 

Sunnudaginn 27.4 2014  kl 17.00 var haldin stjórnarfundur í Náttfara Bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsaðstöðu samtakanna á Húsavik.     

Mættir voru  Siggi , Gulli , Elli,   Sævar, og  Jónas 

 

 1. 1.    Aðalfundur félagsins var á dagskrá ,rætt var  skipulag  fundarins og undirbúningur og ákveðið að  hann yrði haldinn  sunnudaginn  11 mai  kl 2 í hvitahúsinu félagsheimili Náttfara . Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18.00.    Jónas #172 ritari.

 

Árið 2013 þriðjudaginn 3 des  kl 20  var haldin stjórnarfundur í Náttfara

Bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna

Hvita húsinu á Húsavik.

Mættir voru:  Siggi,  Elli,  Sævar,  Gulli,  og   Jónas.

 1. 1.      

Jólafundur:   Ákveðið að breita veitingum á jólafundi úr ís í kako og kökur þetta árið

Pakki skylirði fyrir þáttöku, tími ákv,  12 Des kl 20 í hvítahúsinu

Auglýsing sett á heimasíðuna og síðan verður sent sms á félagsmenn.

 1. 2.      

Nokkrar aðrar hugmyndir að breittum jólafundi komu upp jafnvel að bjóða upp á mat td. hangikjöt , hugmyndir ræddar og ákveðið að skoða  það betur síðar.      Fleira ekki rætt fundi slitið kl 21.00

            Jónas #172 ritari

Árið 2013 þriðjudaginn 7  mai kl 21 var haldin stjórnarfundur

Í Náttfara  bifhjólasamtökum  þingeyinga  í  félagsheimili samtakanna  Hvíta húsinu  Húsavik.

Fyrsti stjórnarfundur  eftir  aðalfund tveir nýir menn komu inn í stjórn  Stefán Haukur Grímsson #28  og  Jónas Kristjánsson  #172 .

Mættir  voru:   Sigurður Örn  #63.    Erlingur  #171.   Guðlaugur  #36.  Magnús  #168.  Og   Jónas  #172.

1.   Á aðalfundi  kom  tillaga um að halda  kótelettuveislu í stað  árlegrar  grillveislu  í  Heiðarbæ.

Rætt var  um  tilhögun  hennar,  talað  var  við Þorgrím í Heiðarbæ  og  Birgir Þór  meðlim  í  kótelettufélaginu  um  framkvæmd  og   eldamennsku,  þeir  tilbúnir   taka  þetta   sér.

Dagsetning  ákveðin  fimmtudaginn  6  júni, ákveðið  að auglýsa  þetta  á  síðunni  okkar  á  næstu  dögum.

 

Lítið annað  rætt  sem  færa þarf í letur  og  fundi  slitið

Kl: 22,15        

Jónas  Kristjánsson  #172  ritari.

 

 

Aðalfundur Náttfara 2013

Haldinn í Hvíta-Húsinu laugardaginn 4. maí kl. 13:00. Nítján félagar mættu.

 Varaformaður setur fundinn. ( Guðlaugur Árnason #36 ) í forföllum formanns, síðan var gengið til dagskrár.

1.       Kosning fundarstjóra og fundarritara.

 Guðlaugur Árnason varaformaður setti fund og stakk upp á neðantöldum starfsmönnum fundarins:
Fundarstjóri:   Kjartan Traustason #53                  Fundarritari:   Tryggvi Jóhannsson #74

Samþykkt með lófataki

2.       Inntaka nýrra félaga.
Engir hafa sótt um inngöngu í klúbbinn

3.       Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.  (  Varaformaður Guðlaugur #36  )Guðlaugur flutti skýrslu stjórnar og var starfsemin með líku sniði og undanfarin ár. Félagar eru nú 86.

 4.      Ársreikningar.  ( Erlingur Bergvinsson #171  )
Í skýrslu gjaldkera kom fram að tap varð á árinu upp á tæp sextíu þúsund sem er nokkru minna en í fyrra. Gripið hefur verið til ýmissa sparnaðarráðstafana svo horfur eru góðar hvað varðar rekstur ársins 2013.
Reikningurinn samþykktur samhljóða

 Félagsgjöld.
Tillaga stjórnar um óbreytt árgjald 4500 kr.
Samþykkt samhljóða

6.      Lagabreytingar.  ( engar )

 7.      Kosningar.

 Formaður:
Sigurður  Örn #63 gefur kost á sér áfram.
Ekki gáfu fleiri kost á sér og er því Sigurður sjálfkjörin

Stjórn.  Fyrri  stjórn gefur  kost á sér  nema Magnús Hermannsson #168 og Matthías Axelsson #79.
Jónas Kristjánsson #172 og Stefán Haukur Grímsson #28 gefa kost á sér í stjórn.
Aðrir gáfu ekki kost á sér og því eru Jónas og Stefán Haukur sjálfkjörnir ásamt neðanrituðum:
Erlingi Bergvinssyni #171
Guðlaugi Árnasyni #36
Sævari Guðbrandssyni  #141
Óskari Kristjánssyni #62

Kosning  tveggja skoðunarmanna.
Núverandi :  Arnar Sigurðsson #32 og Guðmundur Salómónsson #77
Ekki gáfu aðrir kost á sér. Skoðunarmenn því endurkjörnir

Kosning tveggja manna í húsnefnd.
Núverandi:  Benedikt Kristjánsson #104 og  Sigmundur Þorgrímsson #1  Varaformaður verður formaður nefndarinnar samkv. 14 . gr. laga.
Ekki gáfu aðrir kost á sér og því ofangreindir sjálfkjörnir ásamt varaformanni

8.      Önnur mál.

 Mikið rætt um meiri virkni félaga, boðunarkerfi og tilhögun ferða t.d. upplýsingagjöf.
Tillaga kom fram að grillveislunni í Heiðarbæ verði í ár breytt í kótelettuveislu, í samstarfi við vertinn þar og kótelettufélagið, ef það er mögulegt.

 Formanni og ritara falið að ganga frá fundargerðinni.
  Fundi slitið kl.13:35

 

 

 

Árið 2013, þriðjudaginn 9.  apríl  kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum þingeyinga í félagsheimili samtakanna  “ Hvíta húsinu “ á Húsavík

Mættir:  Siggi, Elli, Sævar, Maggi og Gulli

 1.  Aðeins eitt viðfangsefni var á dagskrá.  Undirbúningur aðalfundar.
 2. Þetta viðfangsefni rætt fram og til baka.
 3. Þetta viðfangsefni rætt til baka og fram.

Fundi slitið kl. 21:30

Magnús Hermannsson 168 ritari.

 

Árið 2013, þriðjudaginn 2.  apríl  kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum þingeyinga í félagsheimili samtakanna  “ Hvíta húsinu “ á Húsavík

Mættir:  Siggi, Elli, Sævar, Maggi og Gulli

 1.  Heimasíðan. Nú er heimasíðan orðin eins og við ætlum að hafa hana.
 2. Erindi frá öðrum klúbbum sem eru að boða komu sína í sumar.
 3. Erindi frá HOG Riders sem sjá um Landsmótið í sumar um að sjá um grillun á laugardagskvöldið.  Sjáum okkur ekki fært að verða við þessu sökum þess hversu fáir Náttfarar hafa farið á Landsmótið undanfarin ár og óttumst við að svo verði áfram.
 4.  Aðalfundur.  Rætt um verkefni fyrir aðalfund

Fundi slitið kl. 22:00
Magnús Hermannsson  #168 ritari

 

Árið 2013, miðvikudaginn 6. Feb.  kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum þingeyinga í félagsheimili samtakanna  “ Hvíta húsinu “ á Húsavík

Mættir:

Sigurður Örn , Guðlaugur Árnason,  Sævar Guðbrandsson,  Magnús Hermannsson.

Erlingur Bergvinsson boðaði forföll.

Gerð nýrrar heimasíðu.  Eins og komið hefur fram hefur kostnaður við heimasíðu verið helsta bitbein manna á aðalfundi.  Stjórn hefur tekið þá ákvörðun að skipta um hýsingaraðila.  Hefur sú vinna gengið vel og síðan að mestu klár.  Er hún mikið ódýrari í rekstri en það kemur þá líka niður á gæðum hennar en stendur engu að síður undir helstu þörfum okkar.  Fyrri hýsingaraðili hefur engu að síður staðið sig vel og þökkum við gott samstarf við hann.

Umræða um hvort hægt væri að takmarka vald aðalfundar til að ráðskast með peninga klúbbsins til styrktarmála eða annara mála. Skynsamlegri  afgreiðsla væri  frekar  í tillöguformi og   vísa endanlegri  ákvörðun til næstu stjórnar

Fleira ekki gert og fundi slitið
Magnús Hermannsson #168 ritari

Árið 2012, miðvikudaginn 4 júlí kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum þingeyinga í félagsheimili samtakanna “ Hvíta húsinu “ á Húsavík.

Mættir: Siggi #63, Gulli #36, Elli #171, Maggi #168

Siggi var búinn að tala við Dúdda í Shell varðandi pylsur á mærudögum og var það sett í gang.
Niðurstaða síðar.
Sendur póstur til Einars Gísla til að koma sýningunni í dagskrá Mærudaga.

Landsmót hjólamanna rætt.

Fengum til okkar Arngrím Arnarson til að fara yfir heimasíðuna okkar og kostnað við hana og þá kosti sem í boði eru í þeim heimi. Kom í ljós að við getum fengið mun ódýrari leið án þess að fórna öryggi .

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:30
Magnús Hermannsson #168 ritari

Árið 2012, fimmtudag 17. maí kl. 19:30 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir :
Sigurður Örn # 63, Guðlaugur #36 , Erlingur #171, Magnús #168 .

Gengið frá leyfisbréfum fyrir aðgang gjaldkera að reikningum Náttfara og heimabanka.

Ákveðið að styrkur til Bláa naglans sem aðalfundur ákvað að styrkja verði greiddur í gegnum söluna hjá Borgarhólsskóla þar sem krakkarnir þar sáu um söluna hérna.
Styrkur til Mótorhjólasafnsins sem afgreiddur var á sama fundi verður millifærður á safnið um leið og gjaldkeri fær aðganginn að bankareiningum okkar.

Rætt um hina árlegu grillveislu í Heiðarbæ sem reyndar var ekki í fyrra. Siggi var búinn að tala við Þorgrím um hvort hann vildi ekki sjá alveg um veisluna þessu sinni og þá á hvaða verði. Menn sammála um að láta hann sjá alveg um þetta. Þá eru við að tala um fimmtudagskvöldið 7. júní.
Við þurfum hins vegar að passa upp á að allir skrái sig sem ætla að mæta, þannig að það verði ekki eins og síðast að það mættu mun fleiri heldur en skráðu sig þannig að það var ekki til matur handa öllum.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20.00
Magnús Hermannsson #168 ritari

Árið 2012 föstudaginn 11. 05 kl. 19:30 var haldinn fyrsti fundur nýrrar stjórnar Náttfara Bihjólasamtaka Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “ Hvíta húsinu“ Húsavík.

Mættir :
Sigurður Örn # 63, Guðlaugur #36 , Erlingur #171, Magnús #168 .

Stjórn skipti með sér verkum:
Guðlaugur Árnason #36, varaformaður
Erlingur Bergvinsson #171 gjaldkeri
Magnús Hermannsson #168 ritari
Sævar Guðbrandsson #141 meðstjórnandi
Óskar Kristjánsson #62 varamaður
Matthías Axelsson #79 varamaður

Formaður endurkjörinn á aðalfundi Sigurður Örn #63

Rætt um afgreiðslu aðalfundar á styrkjum til Mótorhjólasafnsins og Bláa naglans. Skiptar skoðanir á því hvort klúbburinn ætti að standa í styrkveitingum út fyrir hjólin. Eftir sem áður þarf að afgreiða þetta þar sem þetta var samtþykkt á aðalfundi.

Rætt um merki klúbbsins þ.e.a.s. saumuðu merkin, hvort eitthvað væri til og hvort klúbburinn ætti að hafa milligöngu um ný merki. Merkt.is hefur séð um fatnað fyrir okkur, er orðin svo dýr að spurning er um að kanna aðra aðila. ( ekki rétt verð á heimasíðu þeirra).

Farið yfir reikninga frá Símanum og Nepal sem hýsir heimasíðuna. Ákveðið að leita ráða hjá sérfróðum aðila hvað sé í boði. Ekki sé allt gott þótt ódýrara sé, heimasíðan okkar hefur verið mjög örugg í notkun og ekki verið um neinar bilanir. Fara skal varlega í breytingar.

Farið var í forritunarvinnu á formanninum í sambandi við grillið í Heiðarbæ svo það gleymist ekki í ár.

Stjórnarfundir verða síðasta miðvikudag í mánuði.

Samið við Tíuna um að vera með í sérstökum skoðunardegi hjá Frumherja á Akureyri 2. Júní 2012.

Farið yfir félagatal sem senda á til banka í innheimtu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23:00
Magnús Hermannsson #168 ritari

Árið 2012, laugardaginn 05. maíkl. 13:00 var aðalfundur Náttfara – bifhjólasamtaka Þingeyinga haldinn, fyrir árið 2011, í Hvíta húsinuá Húsavík.

Þetta gerðist:

Formaður, Sigurður Örn #63, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár skv. lögum samtakanna:

1) Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður stakk upp á Reinhard Reynisyni #4sem fundarstjóra og Baldri Sigurgeirssyni #2sem fundarritara.

Samþykkt með lófataki

2) Inntaka nýrra félaga

Fyrir fundi lá listi yfir tvonýja félaga sem samþykktir hafa verið af stjórn frá síðasta aðalfundi. Fundarstjóri bar upp listann, til staðfestingar skv. 4. gr. laga samtakanna .

Samþykkt með lófataki

3) Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs

Formaður gerði grein fyrir helstu atriðum i starfseminni frá síðasta aðalfundi.
Nokkrar breytingar urðu í félagahópnum á árinu. Tuttugu og tveirfélagarhættu en tveirnýirbættust við. Sendir voru út 120greiðsluseðlar og voru 100 greiddir.
Stjórnarfundir urðu 12á starfsárinu og reglulegir fundir hafa verið áfram á fimmtudögum í húsnæði samtakanna, Hvíta húsinu, á Orkuplaninu á Húsavík sem klúbburinn hefur afnot af eins og undanfarin ár.
Helstu viðburðir á vegum samtakanna var 1. maí keyrsla að venju og vöfflukaffi á eftir,5 ára afmæli Náttfara með hópkeyrslu, hjólasýning á Mærudögum þar sem Orkan okkar helsti styrktar- og samstarfsaðili hefur lagt okkur til öll aðföng á grillið sem vert er að þakka. Á eftir var ís í boði Emmess. Fimmtudagskvöld voru fundakvöld var margt brallað og snætt.
Að venju hittust félagar við Orkuna yfir sumarið og hjóluðu styttri og lengri ferðir.

Umræða um skýrsluna og ársreikninga var tekin saman.

4) Ársreikningar 2011

Í forföllum gjaldkera gerði varaformaður grein fyrir ársreikningunum. Fram kom að rekstur samtakanna var í jafnvægi á árinu. Nokkur samdráttur er í tekjum vegna fækkunar félaga því lang stærsti tekjustofninn er félagsgjöld.
Að loknum fyrirspurnum og umræðum um skýrslu og reikninga bar fundarstjóri reikningana upp til afgreiðslu.

Eftir nokkrar umræður voru reikningarnir samþykktir samhljóða

5) Félagsgjöld 2012

Ákvörðun félagsgjalda skv. 7. gr. laga samtakanna.
Fundarstjóri gerði grein fyrir tillögu stjórnar um félagsgjald fyrir árið 2012verði það sama og 2011, kr. 4500,-

Samþykkt að árgjald sé óbreytt á milli ára kr. 4500,-

6) Lagabreytingar

Engar tillögur bárust um lagabreytingar.

7) Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna

Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 12. gr. laga samtakanna.

SigurðurÖrn #63 formaður gaf áfram kost á sér. Ekki komu fram aðrar tillögur og hann því réttkjörinn formaður.

Samþykkt með lófataki

Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram í stjórn fyrir utan Brynju Pálsdóttur #30. og eru því eftirtalin réttkjörin:, Guðlaugur Árnason #36, Óskar Kristjánsson #62, Matthías Axelsson #79, Magnús Hermannsson #168 og Sævar Guðbrandsson #141. Nýr í stjórn er Erlingur Bergvinsson # 171

Samþykkt með lófataki

Tillaga kom um Arnar Sigurðsson #32 og Guðmund Salómonsson #77 sem skoðunarmenn og voru þeir sjálfkjörnir.

Samþykkt með lófataki

Brynja Pálsdóttir #30, sem ekki gaf kost á sér áfram tilstjórnarsetu, voru þökkuð góð störf fyrir klúbbinn með lófataki.

8) Kosningar í nefndir

Kosningar í nefndir skv. 14. gr. laga samtakanna.

Kosning tveggja manna í húsnefnd. Tillaga kom fram um Sigmund Þorgrímsson #1 og Benedikt Kristjánsson #104.

Samþykkt með lófataki

9) Önnur mál.

Ákveðið var að verja 100.000 kr. í góð verkefni. 50.000 til Mótorhjólasafn Íslands á Akureyri og 50.000 í átakið Blái Naglinn. Ákveðið var að fara í hópferð til Akureyrar til að afhenda styrkinn til mótorhjólasafnsins.

Umræða var um vefsíðu samtakanna Náttfari.is og kom upp sú hugmynd að klúbburinn myndi geyma þá síðu á eigin server í Hvíta húsinu í stað þess að borga Nepal fyrir þá þjónustu. Klúbburinn borgar nú þegar fyrir ADSL línu í húsið og er því rakið að nota það. Fleiri hugmyndir voru ræddar og var stjórn falið að vinna að breytingum á fyrirkomulagi heimasíðunnar með það að markmiði að lækka kostnað en slá þó ekki af varðandi öryggi á vistun hennar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:30

Fundarstjóri: Fundarritari:
Reinhard Reynisson #4 Baldur Sigurgeirsson #2

Fundargerðir:

Árið 2011þriðjudaginn, 3. maí kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.
Mættir :

Sigurður Örn #63 formaður
Guðlaugur Árnason #36
Brynja Pálsdóttir #30
Magnús Hermannsson #168
Óskar Kristjánsson #62
Sævar Guðbrandsson #141

1. Stjórn skipti með sér verkum.

Guðlaugur Árnason #36 varaformaður
Brynja Pálsdóttir #30 gjaldkeri
Magnús Hermannsson #168 ritari
Óskar Kristjánsson #62 meðstjórnandi
Sævar Guðbrandsson #141 varamaður
Matthías Axelsson #79 varamaður

2. Undirbúningur fyrir 5 ára afmælið.

3. Ákveðið að stjórnarfundir verði eftirleiðis kl. 20.00 fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22
Magnús Hermannsson ritari

Árið 2011, laugardaginn 30. apríl kl. 13:00 var aðalfundur Náttfara – bifhjólasamtaka Þingeyinga haldinn, fyrir árið 2010, á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.

Þetta gerðist:

Formaður, Kristján Arnarson #12, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár skv. lögum samtakanna:

1) Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður stakk upp á Reinhard Reynissyni #4 sem fundarstjóra og Tryggva Jóhannssyni #74 sem fundarritara.

Samþykkt með lófataki

2) Inntaka nýrra félaga

Fyrir fundi lá listi yfir tíu nýja félaga sem samþykktir hafa verið af stjórn frá síðasta aðalfundi. Fundarstjóri bar upp listann, til staðfestingar skv. 4. gr. laga samtakanna .

Samþykkt með lófataki

3) Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs

Formaður gerði grein fyrir helstu atriðum i starfseminni frá síðasta aðalfundi.
Nokkrar breytingar urðu í félagahópnum á árinu. Nítján félagi hættu en tíu aðrir bættust við. Sendir voru út 120 greiðsluseðlar og voru 100 greiddir.
Stjórnarfundir urðu fimmtán á starfsárinu og reglulegir fundir hafa verið áfram á fimmtudögum í húsnæði samtakanna, Hvíta húsinu, á Orkuplaninu á Húsavík sem klúbburinn hefur afnot af eins og undanfarin ár.
Helstu viðburðir á vegum samtakanna var grillveisla í Heiðarbæ, hjólasýning á Mærudögum þar sem Orkan okkar helsti styrktar- og samstarfsaðili hefur lagt okkur til öll aðföng á grillið sem vert er að þakka. Á eftir var ís í boði Emmess. Fimmtudagskvöld voru fundakvöld var margt brallað og snætt.
Á Bolludagskvöld bauð Steini bakari, í Heimabakaríi, félögum í bolluveislu og kunnum við honum bestu þakkir fyrir allt hans framlag til klúbbsins.
Að venju hittust félagar við Orkuna yfir sumarið og hjóluðu styttri og lengri ferðir. Skipulagðar lengri ferðir voru farnar m.a. á Ljósanótt, Landsmót Snigla, Fiskidaginn mikla auk lengri ferða um Aust- og Vestfirði.

Skýrsla formanns verður birt í heild á heimasíðu samtakanna.

Umræða um skýrsluna og ársreikninga var tekin saman.

4) Ársreikningar 2010

Gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningunum. Fram kom að rekstur samtakanna var í jafnvægi á árinu. Nokkur samdráttur er í tekjum vegna fækkunar félaga því lang stærsti tekjustofninn er félagsgjöld.
Að loknum fyrirspurnum og umræðum um skýrslu og reikninga bar fundarstjóri reikningana upp til afgreiðslu.

Eftir nokkrar umræður voru reikningarnir samþykktir samhljóða

5) Félagsgjöld 2011

Ákvörðun félagsgjalda skv. 7. gr. laga samtakanna.
Fundarstjóri gerði grein fyrir tillögu stjórnar um félagsgjald fyrir árið 2011 verði það sama og 2010, kr. 4500,-

Samþykkt að árgjald sé óbreytt á milli ára kr. 4500,-

6) Lagabreytingar

Engar tillögur bárust um lagabreytingar.

7) Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna

Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 12. gr. laga samtakanna.

Tillaga kom fram um Sigurð Örn #63 sem formann. Ekki komu fram aðrar tillögur og hann því réttkjörinn formaður.

Samþykkt með lófataki

Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram í stjórn auk Sævars Guðbrandssonar #141. Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því eftirtalin réttkjörin: Brynja Pálsdóttir #30, Guðlaugur Árnason #36, Óskar Kristjánsson #62, Matthías Axelsson #79, Magnús Hermannsson #168 og Sævar Guðbrandsson #141.

Samþykkt með lófataki

Tillaga kom um Arnar Sigurðsson #32 og Guðmund Salómonsson #77 sem skoðunarmenn og voru þeir sjálfkjörnir.

Samþykkt með lófataki

Kristján R. Arnarson #12, sem ekki gaf kost á sér áfram til formanns né stjórnarsetu, voru þökkuð góð störf fyrir klúbbinn með lófataki.

8) Kosningar í nefndir

Kosningar í nefndir skv. 14. gr. laga samtakanna.

Kosning tveggja manna í húsnefnd. Tillaga kom fram um Sigmund Þorgrímsson #1 og Benedikt Kristjánsson #104.

Samþykkt með lófataki

9) Önnur mál.

Kristján #12, fráfarandi formaður gerði grein fyrir gjöf sem stjórn sendi félaga og fjölskyldu hans af sérstöku tilefni.
Kristján #102 lagði til að þeir sem óska eftir að fá send sms vegna ferða greiði 500 kr. inn á reikning klúbbsins. Nokkrar umræður spunnust vegna þessa og vildu sumir frekar hækka félagsgjaldið sem þessu nemur. Stjórn falið að athuga það fyrir næsta aðalfund en 500 kr. hugmyndin gildi fyrir þetta ár.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:35

Fundarstjóri: Fundarritari:
Reinhard Reynisson #4 Tryggvi Jóhannsson #74

Árið 2010, fimmtudag 1. júlí kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.
Kristján Arnarson #12
Guðlaugur Árnason #36
Brynja Pálsdóttir #30
Sigurður Örn Ólafsson #63
Magnús Hermannsson #168

1. Mærudagar.
Undirbúningur fyrir mærudaga. Rætt um auglýsingu f. daginn, útvegun á grillurum og fl.
Stjáni hafi samband við Tíuna og Nornirnar. Sami tími eða sýning hefjist kl. 13 og
standi til kl. 15 og þá verði farið í hópferð um bæinn Pylsur og gos í boði Shell.
Auglýsa eftir grillurum og Sjáni og Brynja taka á móti þeim.
2. Félagatal.
Farið aðeins yfir félagatalið, þ.e.a.s. hverjir eru búnir að greiða og ekki greiða félagsgjaldið.
3. Hjóladagar Akureyri 16 til 18 júlí.
Passa upp á kynningu og ferð þangað.
4. Landsmótið og setja tíma á dagsferð þangað.
Annars hlaupið á ýmsu smálegu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21.
Magnús Hermannsson ritari

Árið 2010, laugardaginn 24. apríl kl. 13:00 var aðalfundur Náttfara – bifhjólasamtaka Þingeyinga haldinn, fyrir árið 2009, á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.

Þetta gerðist:

Formaður, Kristján Arnarson #12, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Var síðan gengið til dagskrár skv. lögum samtakanna:

1) Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður stakk upp á Reinhard Reynissyni #4 sem fundarstjóra og Tryggva Jóhannssyni #74 sem fundarritara.

Samþykkt með lófataki

2) Inntaka nýrra félaga

Fyrir fundi lá listi yfir átta nýja félaga sem samþykktir hafa verið af stjórn frá síðasta aðalfundi. Fundarstjóri bar upp listann til staðfestingar skv. 4. gr. laga samtakanna og var hann samþykktur með lófataki.

Samþykkt með lófataki

3) Skýrsla um starfsemi liðins árs

Formaður gerði grein fyrir helstu atriðum i starfseminni frá síðasta aðalfundi.
Nokkrar breytingar urðu í félagahópnum á árinu. Tuttugu og einn félagi hætti en átta nýir bættust við.
Stjórnarfundir urðu þrettán á starfsárinu og reglulegir fundir hafa verið áfram á fimmtudögum í húsnæði samtakanna, Hvíta húsinu, á Shellplaninu á Húsavík sem Skeljungur hefur lagt klúbbnum til.
Helstu viðburðir á vegum samtakanna var grillveisla í Heiðarbæ, hjólasýning á Mærudögum þar sem Skeljungur okkar helsti styrktar- og samstarfsaðili hefur lagt okkur til öll aðföng á grillið sem vert er að þakka. Unnið er að gerð nýs samnings við Skeljung.
Hjólað var á ýmsa viðburði hjólafólks viða um land auk þess sem félagar fóru margar ferðir víða um héruð.
Skýrsla formanns verður birt í heild á heimasíðu samtakanna.

4) Ársreikningar 2009

Gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningunum. Fram kom að rekstur samtakanna var í jafnvægi á árinu.
Að loknum fyrirspurnum og umræðum um skýrslu og reikninga bar fundarstjóri reikningana upp til afgreiðslu.

Samþykktir samhljóða

5) Félagsgjöld 2010

Ákvörðun félagsgjalda skv. 7. gr. laga samtakanna.
Fundarstjóri gerði grein fyrir tillögu stjórnar um félagsgjald fyrir árið 2010 verði það sama og 2009, kr. 4500,-

Samþykkt að árgjald sé óbreytt á milli ára kr. 4500,-

6) Lagabreytingar

Engar tillögur bárust um lagabreytingar.

7) Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna

Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 12. gr. laga samtakanna.

Tillaga kom um Kristján R. Arnarson #12 sem formann og aðra í stjórn: Brynju Pálsdóttur #30, Guðlaug Árnason #36, Óskar Kristjánsson #62 og Sigurð Örn Ólafsson #63, Matthías Axelsson #79 og Magnús Hermannsson #168. Ekki komu fram fleiri tillögur og voru þessir því sjálfkjörnir.

Samþykkt með lófataki

Tillaga kom um Arnar Sigurðsson #32 og Guðmund Salómonsson #77 sem skoðunarmenn og voru þeir sjálfkjörnir.

Samþykkt með lófataki

Úr stjórn gengu Kjartan Traustason og Tryggvi Jóhannsson og voru þeim þökkuð góð störf í þágu samtakanna með lófataki. Þá voru nýir stjórnarmenn, þau Brynja Pálsdóttir og Magnús Hermannsson boðin velkomin til starfa með lófataki.

7) Kosningar í nefndir

Kosningar í nefndir skv. 14. gr. laga samtakanna.
Kosning tveggja manna í húsnefnd. Tillaga kom fram um Sigmund Þorgrímsson #1 og Benedikt Kristjánsson #104.

Samþykkt með lófataki

8) Önnur mál.

a) Trausti Jón Gunnarsson #52 ræddi um hvort stofna ætti ferðanefnd. Nokkrar umræður en ekki almennur vilji til gera það.

b) Guðmundur Salómonsson #77 bar fram fyrirspurn hvort ekki væri rétt að stærri ferðir væru á vegum klúbbsins. Skiptar skoðanir voru um málið. Félagar þó sammála umað auglýsa ferðir betur á heimasíðunni.

Fundarstjóri óskaði eftir heimild fundarins til þess að hann og fundarritari gengju frá fundargerð. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:35

Fundarstjóri: Fundarritari:
Reynhard Reynisson #4 Tryggvi Jóhannsson #74

Árið 2010 fimmtudag 8 apríl kl. 19.30 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara- bifhjólasamtökum þingeyinga í félagsheimili samtakanna „ Hvíta húsinu á Húsvík
Mættir:
Kristján, Gulli, Óskar, Tryggvi og Siggi
Efni fundarins var tilvonandi aðalfundur Náttfara.
Ákveðið að halda aðalfund laugardaginn 24. Apríl kl. 13.00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.

Árið 2010, fimmtudag 4. mars kl. 19:30 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.

Guðlaugur Árnason #36
Kjartan Traustason #53
Óskar Þ. Kristjánsson #62
Sigurður Örn Ólafsson #63
Tryggvi Jóhannsson #74

Þetta gerðist:

1) Samstarfið við Shell

Haft hefur verið samband við Þorgils (Dúdda) frá Shell á Akureyri og mun hann koma á næstunni á fund þar sem farið verður yfir samstarfsmálin í ljósi þeirrra breyttu aðstæðna sem komnar eru upp. Reynt verður að fá hann á næsta fund ef mögulegt verður.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:55

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2009, fimmtudag 5. nóvember kl. 19:30 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.
Krístján Arnarson #12
Guðlaugur Árnason #36
Kjartan Traustason #53
Óskar Þ. Kristjánsson #62
Sigurður Örn Ólafsson #63
Tryggvi Jóhannsson #74

Þetta gerðist:

1) Fundartími stjórnar

Ákveðið að í vetur verði fastur fundartími stjórnar áfram fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 19:30.

2) Pizzukvöld

Fimmtudagskvöld 12. nóv. kl. 20:00 verður pizzukvöld á Sölku. Það verður nánar auglýst á heimasíðunni.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:55

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2009, fimmtudag 6. ágúst kl. 19:30 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.
Krístján Arnarson #12
Guðlaugur Árnason #36
Kjartan Traustason #53
Óskar Þ. Kristjánsson #62
Tryggvi Jóhannsson #74

Þetta gerðist:

1) Gjöf til samtakanna

Albert G. Arnarson #15, fyrirrverandi formaður, mætti á fundinn og afhenti samtökunum að gjöf tölvu og prentara, sem verið hafa í aðstöðunni en í eigu Alberts.
Stjórn þakkar Alberti gjöfina og margvísleg störf fyrir samtökin.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2009, fimmtudag 2. júlí kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.
Guðlaugur Árnason #36
Kjartan Traustason #53
Óskar Þ. Kristjánsson #62
Sigurður Örn Ólafsson #63
Tryggvi Jóhannsson #74

Þetta gerðist:

1) Fundir / hittingur á fimmtudögum

Rætt um að lítið samstarf hafi verið um hjólatíma í sumar og fólk verið að fara á öllum mögulegum tímum, sem í sjálfu sér er ágætt en líka þurfi að vera hægt að ganga að einhverju skipulagi fyrir þau sem þess óska.
Því samþykkti stjórn að alla fimmtudaga í sumar sé fundur / hittingur í eða við “Hvíta húsið” kl. 19:30 til skrafs og ráðagerðar. Síðan verði hjólað af stað í ferðir kl. 20.
Nánari upplýsingar verði færðar inn á atburðadagatalið á heimasíðu samtakanna.

2) Beiðni um endurúthlutun á félagsnúmeri

Fyrir fundi lá erindi, frá fyrrverandi félaga, sem er að selja merktan fatnað, um það hvort félagsnúmerið geti fylgt fatnaðinum til nýs eiganda.
Sú hefð hefur skapast að endurúthluta ekki númerum þeirra félaga sem hætta í samtökunum því hafnar stjórn þessu erindi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:30

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2009, miðvikudag 3. júní kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.
Kristján R. Arnarson #12, formaður
Guðlaugur Árnason #36
Kjartan Traustason #53
Óskar Þ. Kristjánsson #62
Sigurður Örn Ólafsson #63
Tryggvi Jóhannsson #74

Þessi fundur var haldinn á miðvikudegi vegna grillveislu Náttfara í Heiðarbæ annað kvöld.

Þetta gerðist:

1) Grillveisla í Heiðarbæ

Farið yfir undirbúning hinnar árlegu grillveislu Náttfara í Heiðarbæ á morgun.

2) Innheimta árgjalda 2009

Gjaldkeri fór yfir stöðuna og kom fram að nú þegar hafa 102 félagar greitt árgjaldið.

3) Samstarfið við Shell

Formaður átti fund með fulltrúa frá Skeljungi og kom þar fram að Skeljungur mun styðja áfram við klúbbinn á svipaðan hátt og í fyrra. Mikil ánægja er af beggja hálfu með samstarfið.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2009, þriðjudag 5. maí kl. 20:30 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.
Kristján R. Arnarson #12, formaður
Guðlaugur Árnason #36
Kjartan Traustason #53
Óskar Þ. Kristjánsson #62
Sigurður Örn Ólafsson #63
Tryggvi Jóhannsson #74

Þetta gerðist:

1) Heimsókn Goðanna

Goðarnir hafa boðað komu sína helgina 22. – 24. maí og verður þeim að sjálfsögðu vel fagnað.

2) Bónkynning

Shell verður með bónkynningu föstudag 22. maí kl. 17. Staðsetning fer eftir veðri og verður auglýst þegar nær dregur á heimasíðunni.
Samþykkt samhljóða

3) Erindi frá Félagsþjónustu Þingeyinga

Borist hefur bréf frá FÞ þar sem óskað er eftir liðveislu félaga í Náttfara við ákveðið verkefni. Samþykkt að skoða verkefnið með jákvæðu hugarfari.

4) Breyttur tími stjórnarfunda

Ákveðið að fastir stjórnarfundir verði framvegis fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 19:30.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2009, fimmtudag 23. apríl kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.
Kristján R. Arnarson #12, formaður
Guðlaugur Árnason #36
Kjartan Traustason #53
Óskar Þ. Kristjánsson #62
Sigurður Örn Ólafsson #63
Tryggvi Jóhannsson #74
Þetta gerðist:

1) Formaður setti fund og bauð nýkjörna stjórnarmenn velkomna til starfa

2) Stjórn skipti með sér verkum.

Formaður gerði eftirfarandi tillögu um verkaskiptingu stjórnar:
Sigurður Örn Ólafsson, varaformaður
Kjartan Traustason, gjaldkeri
Tryggvi Jóhannsson, ritari
Guðlaugur Árnason, meðstjórnandi
Óskar Þ. Kristjánsson, varamaður
Matthías Axelsson #79, varamaður

Samþykkt samhljóða

3) Rætt um fyrirliggjandi verkefni og ákveðið að stjórn fundi fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20.

Fengist hefur yfirdráttarheimild í bankanum vegna kaupa á heimasíðunni sem verða frágengin á morgun.
Gjaldkeri hefur sent út greiðsluseðla vegna árgjalda sem vonandi skila sér vel þannig að hægt verði að greiða yfirdráttinn hratt niður.
Rætt var um að nýta félagsaðstöðuna betur yfir sumartímann en verið hefur og gera hana að upphafsstað allra ferða á vegum samtakann.
Fyrirhugað er að halda aftur fjölskyldugrillveislu í Heiðarbæ í sumar og er horft til fimmtudagsins 4. júní í því sambandi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2009, laugardaginn 18. apríl kl. 14:00 var haldinn aðalfundur Náttfara – bifhjólasamtaka Þingeyinga, fyrir árið 2008, á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.

Þetta gerðist:

Varaformaður, Sigmundur Þorgrímsson #1, í fjarveru formanns, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Var síðan gegnið til dagskrár skv. lögum samtakanna:

1) Kosning fundarstjóra og fundarritara

Varaformaður stakk upp á Stefáni Stefánssyni #101 sem fundarstjóra og Tryggva Jóhannssyni #74 sem fundarritara.

Samþykkt með lófataki

2) Inntaka nýrra félaga

Fyrir fundi lá listi yfir nýja félaga sem samþykktir hafa verið af stjórn. Fundarstjóri bar upp listann til staðfestingar skv. 4. gr. laga samtakanna og var hann samþykktur með lófataki.

Samþykkt með lófataki

3) Skýrsla um starfsemi liðins árs

Varaformaður gerði grein fyrir helstu atriðum i starfseminni frá síðasta aðalfundi. Nokkrar breytingar hafa orðið á félagahópnum á árinu. Nítján félagar hættu en tuttugu og fimm nýir bættust við og eru félagar nú rúmlega 140.
Reglulegum fundir hafa verið áfram á fimmtudögum í húsnæði samtakanna, Hvíta húsinu, á Shellplaninu á Húsavík.
Farið var í hjólamessu á Akureyri. Hópakstur og hjólasýning var á Mærudögum. Nokkrir félagar fóru á Ljósanótt í Keflavík. Farin var hópferð um Austfirði sem tókst vel. Akureyringar sóttir heim á hjóladegi þeirra. Fjölskyldudagur og grillveisla í Heiðarbæ.
Auk ofantalins fóru félagar margar góðar ferðir svona bara „eftir auganu“ eða réttara sagt eftir maganum.

4) Ársreikningar 2008

Gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningunum. Að loknum umræðum bar fundarstjóri þá upp til afgreiðslu.

Samþykktir samhljóða

5) Félagsgjöld 2009

Ákvörðun félagsgjalda skv. 7. gr. laga samtakanna.
Fundarstjóri gerði grein fyrir tillögu stjórnar um félagsgjald fyrir árið 2009, kr. 3.000,- Um er að ræða lækkun úr 4500,- fyrir árið 2008.
Guðmundur Salómonsson #77 leggur til að árgjaldið verði óbreytt.
Gengið til atkvæða um þessar tvær tillögur. Fyrst var tillaga stjórnar borin upp og var hún felld með öllum greiddum atkvæðum.
Tillaga Guðmundar var því næst borin upp og samþykkt mótatkvæðalaust.

Samþykkt að árgjald sé óbreytt á milli ára kr. 4500,-

6) Lagabreytingar

Eftirfarandi tillögur bárust um lagabreytingar:
(Breytingartillögur eru skrifaðar með rauðu)

a) 1. gr. Nafn

Nafn samtakanna er Náttfari – bifhjólasamtök Þingeyinga

Töluverðar umræður urðu um hvort breyta ætti seinni hluta nafns samtakanna en að lokum var samþykkt að nafn samtakanna yrði óbreytt?

b) 3. gr. Tilgangur

Tilgangur samtakanna er að;
- koma á sem víðtækustu samstarfi að vera félag bifhjólafólks í Þingeyjarsýslu og nágrenni annarra sem þess óska
- gæta hagsmuna félagsmanna á opinberum vettvangi,
- stuðla að bættri umferðarmenningu með góðu fordæmi og
- hjóla saman og skemmta sér og öðrum.

Breytingartillagan samþykkt

c) 5. gr. Fullgildur félagi

Fullgildir félagar eru þeir einir sem greitt hafa inntökugjald/árgjald samtakanna og stjórn hefur ekki samþykkt að vísa úr samtökunum sbr. ákvæði 7. gr. Einungis fullgildir félagar mega bera einkennismerki Náttfara.

Breytingartillagan samþykkt

d)6. gr. Úrsögn

Vilji félagi segja sig úr samtökunum skal hann gera það skriflega til stjórnar. Hafi félagi ekki greitt árgjald fyrir lok þess árs sem um ræðir skal það skoðað sem úrsögn og viðkomandi strikaður af félagaskrá.

Breytingartillagan samþykkt

e) 6.7. gr. Brottvísanir

Hægt er að vísa einstaklingi úr samtökunum hafi hann sýnt að hann sé ekki þess verður að bera merki samtakanna. Til þess þurfa fimm fullgildir meðlimir að leggja fram sína skriflegu, rökstuddu kæruna hver til stjórnar. Stjórn skal afgreiðirkröfu um brottvísun sem staðfest skal á næsta aðalfundi. Félagar sem vísað er úr samtökunumhætta skulu fjarlægja einkennismerki Náttfara af mótorhjólafatnaði sínum strax.ekki seinna en tveimur árum eftir að þeir hætta.

Breytingartillagan samþykkt

f) 10. gr. Útgáfa

Stjórn samtakanna skipar ritstjóra fréttarits sem er ábyrgur fyrir útgáfu þess. Fréttaritið skal gefið út með tiltölulega jöfnu millibili á milli aðalfunda, a.m.k. 2 sinnum á ári og oftar ef þörf þykir, að mati stjórnar. Heimilt er að hafa fréttaritið í formi heimasíðu.
Stjórn ber að halda úti heimasíðu

Breytingartillagan samþykkt

g) 11. gr. Aðalfundur

Rétt til setu á aðalfundi hafa fullgildir félagar. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis mættir, fullgildir félagar.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Inntaka nýrra félaga
3. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs
4. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs
5. Ákvörðun árgjalds
6. Lagabreytingar skv. 13.gr. laga samtakanna.
5. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 12. gr. laga samtakanna
6. Ákvörðun um kosningu nefnda skv. 14.gr. laga samtakanna.
7. Önnur mál

Breytingartillagan samþykkt

h) 12. gr. Skipan stjórnar

Í stjórn Samtakanna skulu kosnir 5 einstaklingar og tveir til vara. Kosið skal í embætti formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara, meðstjórnanda og tveggja varamanna í stjórn. Formaður er kosinn sérstaklega, og skal hann búsettur í Þingeyjarsýslusem og varaformaður, en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Þá skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn.
Framboð skal berast stjórn. Kosningu hljóta þeir er flest atkvæði fá. Verði atkvæði jöfn sker hlutkesti úr.

Breytingartillagan felld

i)14. gr. Nefndir

Eftirfarandi nefndir skulu kosnar á aðalfundi: skemmtinefnd, ferðanefnd og eignanefnd (sér um húsnæðismál og eignir félagsins og umhirðu þeirra). Allar nefndirnar skulu skipaðar þremur félögum, og skal hver nefnd skipa einn fulltrúa sem er tengiliður við stjórn og er sá jafnframt formaður nefndarinnar. Varaformaður samtakanna skal þó sjálfkjörinn í eignanefnd og vera formaður hennar.
Áaðalfundi skal kjósa tvo félaga í húsnefnd auk varaformanns sem er sjálfkjörinn formaður nefndarinnar. Nefndin skal sjá um félagsaðstöðu í samráði við stjórn. Fjármál nefnda skulu vera að mestu eða öllu leyti á höndum gjaldkera samtakanna. Um verksvið nefndanna vísast til nafns þeirra og skulu þær starfa eftir bestu getu og hafa hagsmuni félagsmanna og bifhjólafólks að leiðarljósi.

Breytingartillagan samþykkt

7) Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna

Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 12. gr. laga samtakanna.
Tillaga kom um Kristján R. Arnarson #12 sem formann og aðra í stjórn: Tryggva Jóhannsson #74 , Kjartan Traustason #53, , Matthías Axelsson #79, Guðlaug Árnason #36, Óskar Kristjánsson #62 og Sigurð Örn Ólafsson #63. Ekki komu fram fleiri tillögur og voru þessir því sjálfkjörnir.
Tillaga kom um Arnar Sigurðsson #32 og Guðmund Salómonsson #77 sem skoðunarmenn og voru þeir sjálfkjörnir.

Samþykkt með lófataki

8) Kosningar í nefndir

Kosningar í nefndir skv. 14. gr. laga samtakanna.
Kosning tveggja manna í húsnefnd. Tillaga kom fram um Benedikt Kristjánsson #104 og Sigmund Þorgrímsson #1.

Samþykkt með lófataki

9) Önnur mál.

a) Styrkbeiðnir hafa borist frá ýmsum aðilum.

Samþykkt að hafna öllum slíkum erindum

b) Tilboð frá Albert Arnarsyni #15, fráfarandi formanni, um að hann selji samtökunum heimasíðuna ásamt lénunum nattfari.is og náttfari.is á kr. 250.000 staðgreitt.

Samþykkt með öllum atkvæðum að taka tilboði Alberts og færa honum þakkir fyrir frábærlega unnin störf við heimasíðuna og fyrir samtökin almennt, sem seint verða fullþökkuð.

c) Siglfirðingar gerðu grein fyrir starfseminni þar.

d) Benedikt Kristjánsson #104 færði tveimur fráfarandi stjórnarmönnum Sigmuni og Stefáni snyrtigræjur, sérstaklega hannaðar til brúks á Nomad – hjólum.

e) Rætt um Færeyjaferð að frumkvæði Hannesar #56.
Hannes haldi frumkvæðinu áfram.

f) Guðmundur Sal. vill að fundargerðir reglulegra stjórnarfunda verði settir á netið.
Stjórn mun bæta úr því.

g) Rætt um aðferðir við að boða ferðir. Stjórn falið að leysa málið.

h) Aðgangur að félagsaðstöðu fyrir félaga utan Húsavíkur sem koma á svæðið.
Stjórn falið að finna lausn.

Fundarstjóri óskaði eftir heimild fundarins til þess að hann og fundarritari gengju frá fundargerð. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:55

Fundarstjóri: Fundarritari:
Stefán Stefánsson #101 Tryggvi Jóhannsson #74

Árið 2008, þriðjudag 11. mars kl. 20:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í félagsheimili samtakanna “Hvíta húsinu” á Húsavík.

Mættir voru.
Albert G. Arnarson #15, formaður
Kjartan Traustason #53
Tryggvi Jóhannsson #74
Stefán Stefánsson #101
Sigmundur Þorgrímsson #1
Kristján R. Arnarson #12

Þetta gerðist:

1) Formaður setti fund og bauð nýkjörna stjórnarmenn velkomna til starfa

2) Stjórn skipti með sér verkum.

Formaður gerði eftirfarandi tillögu um verkaskiptingu stjórnar:
Sigmundur Þorgrímsson, varaformaður
Kjartan Traustason, gjaldkeri
Tryggvi Jóhannsson, ritari
Stefán Stefánsson, meðstjórnandi
Kristján R. Arnarson, varamaður
Matthías Axelsson #79, varamaður

Samþykkt samhljóða

3) Rætt um fyrirliggjandi verkefni og ákveðið að stjórn fundi fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20.
Jafnframt var samþykkt að herða á innheimtu félagsgjalda og verður áminning sett á heimasíðuna.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2008, fimmtudaginn 6. mars kl. 20:00 var haldinn aðalfundur Náttfara – bifhjólasamtaka Þingeyinga, fyrir árið 2007, í nýrri aðstöðu samtakanna í „Hvíta húsinu“ á Shellplaninu á Húsavík.

Þetta gerðist:

Oddviti, Albert G. Arnarson #15, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og stakk upp á Stefáni Stefánssyni #101 sem fundarstjóra og Tryggva Jóhannssyni #74 sem fundarritara.
Samþykkt með lófataki.

Var síðan gegnið til dagskrár skv. lögum samtakanna:

1)
Inntaka nýrra félaga. Fyrir fundi lá listi yfir nýja félaga sem samþykktir hafa verið af stjórn. Fundarstjóri bar upp listann til staðfestingar skv. 4. gr. laga samtakanna og var hann samþykktur með lófataki.

2)
Skýrsla um starfsemi liðins árs. Oddviti gerði grein fyrir helstu atriðum i starfseminni frá síðasta aðalfundi sem áfram hefur einkennst af mikilli fjölgun félaga sem nú eru komnir á fjórtánda tuginn. Reglulegum fundir hafa verið áfram á fimmtudögum í húsnæði 4×4 klúbbsins út á Höfða og mæting félaga góð.
Nú hafa samtökin fengið til afnota hjá Shell „Hvíta húsið“ á Shellplaninu á Húsavík. Þar hefur verið útbúin glæsileg aðstaða og hafa margir félagar lagt þar hönd á plóginn og er þeim þakkað svo og forráðamönnum Shell á Húsavík og Akureyri sem hafa stutt dyggilega við starfsemi samtakanna.
Fyrsti fundurinn í nýju aðstöðunni var fimmtudaginn 28. feb. sl.
Landsmót bifhjólamanna var haldið í Skúlagarði 5-8 júlí og komu Náttfaramenn að því með ýmsu móti. Einnig voru hjólasýningar og hópakstur 17. Júní og á Mærudögum. Margar góðar ferðir farnar hingað og þangað.
Árshátíð haldin haust sem leið á Sölku. Þar var safnað um 150 þúsund kr. til góðgerðarmála, sem voru svo afhentar rétt fyrir jól.
Félögum hefur fjölgað um rúmlega sextíu frá síðasta aðalfundi.

3)
Ársreikningar 2007. Féhirðir gerði grein fyrir ársreikningunum. Að loknum umræðum bar fundarstjóri þá upp til afgreiðslu og voru þeir samþykktir samhljóða.

4)
Félagsgjöld 2008. Fundarstjóri gerði grein fyrir tillögu stjórnar um félagsgjald fyrir árið 2008, kr. 4.500,- Samþykkt með lófataki eftir nokkrar umræður.

5)
Lagabreytingar. Eftirfarandi tillögur bárust um lagabreytingar:
Breytingartillögur eru skrifaðar með rauðu

a) 3. gr. Tilgangur

Tilgangur samtakanna er að;
- koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjólafólks í Þingeyjarsýslu og nágrenni,
- gæta hagsmuna félagsmanna á opinberum vettvangi,
- stuðla að bættri umferðarmenningu með góðu fordæmi og
- hjóla saman og skemmta sér og öðrum.

Breytingartillagan samþykkt

b) 5. gr. Fullgildur félagi
Fullgildir félagar eru þeir einir sem greitt hafa inntökugjald/árgjald samtakanna og stjórn hefur ekki samþykkt að vísa úr samtökunum sbr. ákvæði 6. gr. Makar félaga fá frían aðgang sem félagar.

Breytingartillagan felld

c) 6. gr. Brottvísanir
Hægt er að vísa einstaklingi úr samtökunum hafi hann sýnt að hann sé ekki þess verður að bera merki samtakanna. Til þess þurfa fimm fullgildir meðlimir að leggja fram sína skriflegu, rökstuddu kæruna hver til stjórnar. Stjórn skal afgreiða kröfu um brottvísun sem staðfest skal á næsta aðalfundi. Félagar sem hætta skulu fjarlægja einkennismerki Náttfara af mótorhjólafatnaði sínum ekki seinna en tveimur árum eftir að þeir hætta.

Breytingartillagan samþykkt

d) 10. gr. Boðun aðalfundar
Haldinn skal aðalfundur fyrir maí lok ár hvert. Skal þar taka fyrir venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna. Stjórn boðar til aðalfundar með a.m.k. tíu daga fyrirvara. Boða má aðalfund með tilkynningu á heimasíðu samtakanna eingöngu; ekki þarf að senda út skriflegt fundarboð til hvers félaga. Eintak af niðurstöðum endurskoðaðra ársreikninga og fundargjörð aðalfundar skal birt í fréttariti samtakanna að loknum aðalfundi. Aðalfundur er því aðeins löglegur sé löglega til hans boðað.

Breytingartillagan samþykkt

e) og f) 12. gr. Skipan stjórnar
Í stjórn samtakana skulu kosnir 3 einstaklingar, oddviti, skrifari og féhirðir og tveir til vara .e) heiti oddvita verði formaður, skrifari verði ritariog féhirðir gjaldkeri. f) Í stjórn Samtakanna skulu kosnir 5 einstaklingar og tveir til vara. Kosið skal í embætti formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara, meðstjórnanda og tveggja varamanna í stjórn. Formaður er kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Þá skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn.
Tveir skoðunarmenn skulu kosnir skriflega ef stungið er uppá fleiri en tveim. Framboð skal berast stjórn. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.
Kosningu hljóta þeir er flest atkvæði fá. Verði atkvæði jöfn sker hlutkesti úr.

Breytingartillaga e) samþykkt
Breytingartillaga f) samþykkt

g) og h)14. gr. Nefndir
g) Eftirfarandi nefndir skulu kosnar á aðalfundi: skemmtinefnd, ferðanefnd og eignanefnd (sér um húsnæðismál og eignir félagsins og umhirðu þess). Allar nefndirnar skulu skipaðar þremur félögum og skal
Á aðalfundi samtakanna skal taka ákvörðun um það hvort kjósa skuli í umferðar- og tryggingarnefnd og skemmti- og ferðanefnd. Ákveði aðalfundur að kjósa í nefndirnar skulu þrír kosnir í hvora nefnd. hver nefnd skal skipa sér einn fulltrúa sem er tengiliður við stjórn og er sá jafnframt formaður nefndarinnar. h) Varaformaður samtakanna skal þó sjálfkjörinn í eignanefnd og vera formaður hennar. Fjármál nefnda skulu vera að mestu eða öllu leyti á höndum féhirðis gjaldkera samtakanna. Um verksvið nefndanna vísast til nafns þeirra og skulu þær starfa eftir bestu getu og hafa hagsmuni félagsmanna og bifhjólafólks að leiðarljósi.

Breytingartillaga g) samþykkt
Breytingartillaga h) samþykkt

i) 16. gr. Aukaaðalfundur
Stjórn kveður til aukaaðalfundar þegar þess er þörf eða a.m.k. 1/5 hluti fullgildra félaga samtakanna óski þess enda geri þeir áður grein fyrir fundarefni. Til aukaaðalfundar skal boða skriflega með a.m.k. sjö daga fyrirvara. á sama hátt og til aðalfundar.

Breytingartillagan samþykkt

6)
Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 12. gr. laga samtakanna.
Tillaga kom um Albert G. Arnarson #15 sem formann og aðra í stjórn: Sigmund Þorgrímsson #1, Tryggva Jóhannsson #74 , Kjartan Traustason #53, Stefán Stefánsson #101, Kristján Arnarson #12 og Matthías Axelsson #79. Ekki komu fram fleiri tillögur og voru þessir því sjálfkjörnir.
Tillaga kom um Arnar Sigurðsson #32 og Guðmund Salómonsson #77 sem skoðunarmenn og voru þeir sjálfkjörnir.

7)
Kosningar í nefndir skv. 14. gr. laga samtakanna.
Kosning tveggja manna í eignanefnd. Tillaga kom fram um Benedikt Kristjánsson #104 og Sævar Guðbrandsson #. Samþykkt samhljóða.

Kosning þriggja manna í ferðanefnd. Tillaga kom fram um Kristján Eggertsson #102, Guðlaug B. Aðalsteinsson #41, og Guðlaug Árnason #36. Samþykkt samhljóða.

Kosning þriggja manna í skemmtinefnd. Tillaga kom fram um Guðrúnu Árný Guðmundsdóttir #46, Trausta Jón Gunnarsson #52, og Guðmund Flosa Arnarson #16. Samþykkt samhljóða.

8)
Önnur mál.

a)
Þorgrímur Sigmundsson kom með fyrirspurn varðandi rekstur á heimasíðunni. Formaður svaraði fyrirspurninni.

b)
Rætt um notkun viðskiptakorts (kreditskorts) Shell. Fram kom að von er á nýrri gerð korta á næstunni.

c)
Fundarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum í nýrri aðstöðu félagsins. Leitað verður eftir styrkjum frá ýmsum aðilum. Sveitarfélagið Norðurþing hefur þegar lofað styrk.

d)
Benedikt Kristjánsson og Kristján B. Eggertsson gáfu sambyggða klukku, loftvog og rakamæli til uppsetningar í nýju aðstöðuna. Honum þakkað.

Fundarstjóri óskaði eftir heimild fundarins til þess að hann og fundarritari gengju frá fundargerð. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15

Fundarstjóri: Fundarritari:
Stefán Stefánsson #101 Tryggvi Jóhannsson #74

Sjá má ný samþykkt lög undir linknum “Lög og reglur”

Árið 2007, föstudaginn 22. júní kl. 12:00 var haldinn stjórnarfundur í Náttfara – bifhjólasamtökum Þingeyinga í Shellnesti á Húsavík.

Mættir voru.
Albert G. Arnarson, formaður
Tryggvi Jóhannsson, ritari
Sigmundur Þorgrímsson meðstj. og
Kristján R. Arnarson meðstj.

Þetta gerðist:

1) Símamál formanns.
Fram kom að formaður hefur greitt úr eigin vasa símakostnað félagsins .
Aðrir stjórnarmenn telja rétt að þessi siður verði aflagður sem fyrst og samþykkja að Náttfari kaupi gsm-síma til afnota fyrir formann og greiði kostnað af honum. Síminn er notaður til að senda út SMS skilaboð til félaga.

2) Landsmót bifhjólamanna í Skúlagarði
Samþykkt að Náttfari reisi tjald á svæðinu og leggi einnig keppnisbraut fyrir „crossara“.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:30

Tryggvi Jóhannsson, ritari

Árið 2007, fimmtudaginn 24. maí kl. 20:00 var haldinn aðalfundur Náttfara – bifhjólasamtaka Þingeyinga fyrir árið 2006 á veitingahúsinu Gamla Bauk á Húsavík.

Þetta gerðist:

Oddviti, Albert G. Arnarson # 15, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og stakk upp á Tryggva Jóhannssyni # 74 sem fundarstjóra og Reinhard Reynissyni # 4 sem fundarritara.

Var síðan gegnið til dagskrár skv. lögum samtakanna:

1)
Inntaka nýrra félaga. Fyrir fundi lá listi yfir nýja félaga sem samþykktir hafa verið af stjórn. Fundarstjóri bar upp listann til staðfestingar skv. 4. gr. laga samtakanna og var hann samþykktur með lófataki.

2)
Skýrsla um starfsemi liðins árs. Oddviti gerði grein fyrir helstu atriðum i starfseminni frá stofnun sem hefur einkennst af mikilli fjölgun félaga sem nú eru komnir á tíunda tuginn. Sagði einnig frá reglulegum fundum sem eru á fimmtudögum, fyrst í bílskúrnum að Fossvöllum 16 en í dag er aðstaðan í húsnæði 4×4 klúbbsins út á Höfða.

3)
Ársreikningar 2006. Gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningunum sem ekki eru áritaðir af skoðunarmönnum. Að loknum umræðum bar fundarstjóri upp þá tillögu að reikningarnir yrðu samþykktir með fyrirvara um athugasemdalausa áritun skoðunarmanna. Samþykkt samhljóða.

4)
Félagsgjöld 2007. Gjaldkeri gerði grein fyrir tillögu stjórnar um félagsgjald fyrir árið 2007, kr. 3.000,- Samþykkt samhljóða.

5)
Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 12. gr. laga samtakanna. Tillaga kom um Albert G. Arnarson # 15 sem oddvita, Tryggva Jóhannsson # 74 sem skrifara og Hjálmar Ingimarsson # 17 sem féhirði. Ekki komu fram fleiri tillögur og voru þeir því sjálfkjörnir. Tillaga kom um Kristján R. Arnarson # 12 og Sigmund Þorgrímsson # 1 sem varamenn og voru þeir sjálfkjörnir. Tillaga kom um Jóhann Guðna Reynisson # 19 og Reinhard Reynisson # 4 sem skoðunarmenn og voru þeir sjálfkjörnir.

6)
Ákvörðun um kosningar í nefndir skv. 14. gr. laga samtakanna. Oddviti lagði fram tillögu um að kosið yrði í tvær nefndir. Annars vegar í ferðanefnd og hins vegar í skemmtinefnd. Þar sem tillagan er ekki í samræmi við lög samtakanna óskaði fundarstjóri eftir því við fundinn að samþykkja afbrigði og var það samþykkt samhljóða. Í ferðanefnd voru sjálfkjörnir skv. tillögu oddvita Guðlaugur B. Aðalsteinsson # 41, Kristján G. Þorsteinsson # 3 og Birgir Gunnlaugsson # 13 og í skemmtinefnd Brynja Pálsdóttir # 30, Kjartan Traustason # 53 og Kristján Gíslason # 44.

7)
Önnur mál.
a)
Sigmundur Þorgrímsson # 1 vakti athygli á því að ekki er sjálfgefið að allir sem sækja um inngöngu í samtökin fái hana. Ákvæði 4. gr. feli í sér virkt ákvörðunarvald stjórnar og aðalfundar hvað það varðar.

b)
Oddviti sagði frá beiðni frá Völsungi um að félagar í Náttfara taki þátt í dagskrá 17. júní á Húsavík með hópakstri og sýningu á hjólum. Samþykkt að þeir sem geta taki þátt.

c)
Rætt um hjólasýningu á Húsavíkurhátíð (Mærudögum) í sumar . Samþykkt að fela stjórn að finna hentuga staðsetningu í samráði við stjórnendur hátíðarinnar.

d)
Jón Grímsson # 29 beindi því til ferðanefndar að efnt yrði til hópaksturs austur á Kópasker þegar lagningu bundins slitlags þangað líkur.

e)
Rætt um landsmót bifhjólamanna í Skúlagarði í sumar en Náttfari hefur verið beðinn að sjá um ca. 2 klst. dagskrá á mótinu. Oddviti lagði til að kosin yrði sérstök nefnd í málið og gerði tillögu um Brynju Pálsdóttur # 30, Svanhildi Jónsdóttur # 35, Trausta Jón Gunnarsson # 52, Jón Grímsson # 29, Kristján Gíslason # 44, Birgi Gunnlaugsson # 13, Eyþór Hemmert Björnsson # 47 og Hermann Bjarnason # 48 í hana. Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri óskaði eftir heimild fundarins til þess að hann og fundarritari gengju frá fundargerð. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:20

Fundarstjóri: Fundarritari:
Tryggvi Jóhannsson # 74 Reinhard Reynisson # 4

9.2.2007
Stjórnarfundur hjá MC Náttfara.

Mættir voru.
Albert G.Arnarson formaður
Baldur Sigurgeirsson ritari
Hjálmar Ingimarsson gjaldkeri
Sigmundur Þorgrímsson meðstj. og
Skarphéðinn Aðalsteinsson meðstj.

Fyrsta mál fundarins var ákvörðun á félagsgjaldi. Var ákveðið að hækka þau úr 1500 kr í 3000 kr. Upp kom umræða um hvort slíka hækkun félagsgjalda yrði að ákveða á aðalfundi, en eftir snögga skoðun á lögum klúbbsins komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ákveða þessa hækkun.

Fundurinn ræddi um fyrirhugaða staðsetningu á landsmóti Snigla næsta sumar og vill koma þeim tilmælum til stjórnar Sniglanna að endurskoða þær hugmyndir að halda það í Skúlagarði og benti á aðra staði t.d. Breiðumýri í Reykjadal. Ákveðið var að taka vel í hugmyndir landsmótsnefndar Snigla (þ.e Jóa Rækju) að MC Náttfari verði Sniglum til aðstoðar við undirbúning landsmóts ef eftir verður leitað.

Ákveðið var að setja inn á heimasíðu klúbbsins, undir félagatal, hvort viðkomandi hefði greitt ársgjald eða ekki. Tekið var fyrir niðurröðun númera til nýrra félaga. Ákveðið var að halda fast við reglur klúbbsins að úthlutun nýrra númera fari eftir umsóknum, þannig að ekki verði hægt að panta ákveðin númer fram í tímann. Fundurinn ákvað fyrirkomulag á félagsskírteinum sem berast félagsmönnum innan tíðar.

Talað var um nýja félagsaðstöðu út á Höfða í gamla björgunarsveitarskýlinu þar sem ferðaklúbburinn 4×4 hefur haft aðstöðu. Það hús er í eigu Skeljungs hf. og tók Sigmundur Þorgrímsson að sér að hafa milligöngu um það mál og einnig fyrirhugaðan samning á milli MC Náttfara og Skeljungs um afsláttarkort til félaga. Hjálmar gjaldkeri ætlar að ræða við Landsbankann um tímabundna yfirdráttarheimild fyrir reikning klúbbsins þannig að klúbburinn geti borgað fyrir merki og sérmerktan fatnað til klúbbfélaga og þannig haldið afslætti sem kemur félögum til góða þegar fram í sækir.

Fundurinn ákvað að klúbburinn borgi fyrir lénið nattfari.is sem Albert formaður hefur borgað hingað til. Undir lok fundarins tók Óliver Albertsson við sem fundarritari um stund og sinnti því með sóma, sem hann hefur kyn til.

Og þannig var nú það.

Baldur Sigurgeirsson
Ritari. MC Náttfara

05.05.2006

Fundargerð stofnfundar bifhjólasamtaka Þingeyinga, Náttfara.

Fundur haldinn á veitingahúsinu Gamla Bauk kl. 17.00 þann 05.05.2006.

Mættir voru eftirtaldir:

Aðalsteinn Júlíusson
Albert G.Arnarson
Brynjúlfur Sigurðsson
Heimir Kristinsson
Hermann Pétursson
Hjálmar Ingimarsson
Hreiðar Hreiðarsson
Jóhann Guðni Reynisson
Reinhard Reynisson
Sigmundur Þorgrímsson
Sigrún Herdísardóttir
Skarphéðinn Aðalsteinsson
Þórir Örn Gunnarsson

Fundurinn veitti Reinhard Reynissyni umboð til að vera fundarstjóri og skipaði fundarstjóri fundarritara, sem var Aðalsteinn Júlíusson.
Kaffiveitingar voru í boði hússins.

Reinhard setti fundinn og bauð viðstadda velkomna á stofnfund.
Reinhard bar upp fyrsta mál á dagskrá sem er nafn á nýtt félag. Reinhard gerði tillögu um nafnið “Náttfari – bifhjólasamtök Þingeyinga.
Hreiðar Hreiðarsson hafði undirbúið sig fyrir fundinn og bauð upp á sýningu á merkjum og nöfnum, hugsanlegum í “slide show”. Fyrirfram hafði verið rætt um nafnið Náttfari og hafði Hreiðar gengið út frá því. Hann hafði skeytt við nafnið Náttfari, upphafsstöfunum MC, sem stendur fyrir “motorcycle club”, eða “motor club”.

Eftir sýningu Hreiðars á hugsanlegum merkjum og útliti þeirra með nafninu Náttfari, var gengið til atkvæða um nafnið sem fundarstjóri hafði borið upp.
Var það samþykkt samhljóða. Rætt var um að láta hanna merki.
Reinhard fundarstjóri hafði útbúið drög að lögum félagsins og dreifði eintökum á fundarmenn. Ákveðið að fara strax í að lesa yfir lögin og athuga hvort eitthvað mætti betur fara, laga orðalag og svoleiðis.

Gerðar voru nokkrar athugasemdir bæði við orðalag og greinar í heild sinni. Fundarstjóri tók að sér að fara yfir lögin og gera nauðsynlegar breytingar.
Gerðar voru fyrst athugasemdir við að inn í lögin vantaði algerlega 2.grein. Reinhard kvaðst laga það við útprentun yfirfarinna laga eftir fundinn.
Tillögur komu fram um breytt orðalag 3.greinar varðandi tilgang samtakanna. Var 2.mgr. lagfærð nokkuð.

Einni mgr. var bætt við 4.gr. laganna varðandi inngöngu í félagið, en nokkur umræða spannst um hvort takmarka ætti inngöngu í félagið. Skarphéðinn kvað að menn hefðu ekki allt of góða reynslu af því að opna algerlega fyrir inngöngu í samtökin og benti því til stuðnings á að þegar lögum Snigla var breytt varðandi inngöngu, að hætt var að láta meðlimi mæla með nýjum umsækjendum, þá hefði það næstum gengið að samtökunum dauðum. Hann benti á að gott væri að hafa einhverjar hömlur, en mikið hefði verið um að menn gengju í samtök sem þessi bara til að fá merki og hættu menn síðan.
Menn ræddu þetta fram og aftur en endanlega var ákveðið m.t.t. til sambærilegra laga t.d. “Postulanna” að takmarka ekki inngöngu frekar en þau samtök.
Bætt var þó eins og áður sagði málsgrein við 4.gr. laganna varðandi inntöku félaga. Þar kemur fram að stjórn afgreiðir umsóknir um inngöngu í samtökin sem og skulu umsóknir staðfestar á næsta aðalfundi.

Smávægilegar orðalagsbreytingar voru gerðar á 8- og 9.gr. laganna. Breytt var 10.gr. um boðun aðalfundar um að til hans skyldi boða fyrir maílok ár hvert, en ekki apríl eins og verið hafði í lagadrögum. Var það gert aðallega vegna veðurfarslegra aðstæðna, en verið gæti gott að menn hefðu möguleika að koma á hjólunum á aðalfund. Styttur var og boðunartími aðalfundar úr 20 dögum í 10 daga.
Lítilsháttar breytingar gerðar á greinum 11- 17, bæði varðandi orðalag og aðrar smávægilegar breytingar og

Lögin voru að því loknu samþykkt og kvaðst Reinhard myndu koma þeim til væntanlegrar stjórnar eftir hreinritun.

Albert kom inn á hvort menn vildu ræða hvar merkið yrði staðsett á fatnaði t.d. Ákveðið var að fresta þeirri umræðu þar til merkið hefði verið hannað og útbúin prufueintök.

Fundarstjóri bar um næsta mál sem var kosning stjórnar samtakanna. Fundarstjóri kynnti sem tillögu að kosið yrði í eftirtalin embætti. Oddvita, féhirði og skrifara. Einnig væri kosið um tvo varamenn og tvo skoðunarmenn reikninga.
Fundarstjóri stakk upp á Aðalsteini Júlíussyni sem oddvita og var það eftir smá stund samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri stakk því næst upp á Hjálmari Ingimarssyni sem féhirði og var það einnig samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri hafði spurnir af því að Baldur Sigtryggsson (Balli í Tungu) hefði áhuga á stjórnarstarfi en hann var á sjó og gat ekki mætt á fundinn. Reinhard hafði engu að síður umboð frá Baldri á fundinum. Fundarstjóri stakk upp á Baldri sem skrifara og var það samþykkt samhljóða.
Sem varamenn voru bornir upp, Skarphéðinn Aðalsteinsson og Sigmundur Þorgrímsson. Var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að veita þeim brautargengi sem varamönnum.
Skoðunarmenn reikninga voru samþykktir einum rómi, Reinhard Reynisson og Jóhann Guðni Reynisson, margreyndir töluglöggir menn, undir lófataki.

Fundarstjóri gaf því næst orðið frjálst í liðnum “Önnur mál”.

Rætt var um að hafa sýningu á mærudögum, hópakstur og sýningu á hjólunum. Einnig hópakstur á 17.júní ef áhugi væri á. Ákveðið að stjórn myndi skipuleggja viðburði í sumar, en menn hefðu þó á fyrsta ári samtakanna ekki of mikið umleikis og setja markið hóflega hátt.

Ákveðið var að 1500 kr. inntökugjald yrði innheimt af stofnfélögum, til að standa straum af kostnaði við fundi og/eða kaffiveitingar og e.t.v. auglýsingar o.þ.h.
Albert Arnarson kvaðst eiga lénið náttfari.is. Ákveðið var að Albert myndi verða sérlegur ritstjóri fréttarits, þá vefrits og kvaðst hann myndu sjá um það og koma því á fót. Rætt var um að fá bankastofnun til að styrkja vefritið með auglýsingu, þá til að kosta ársiðgjald lénsins. Verður farið í það fljótlega að afla styrkja til vefrits.

Rætt var um að stofnfélagar myndu fá númer eins og tíðkast í líkum samtökum. Ákveðið var að draga um númer þegar innheimt hefur verið inntökugjald og verða þá allir stofnfélagar með í þeim útdrætti og jöfnuður með félögum varðandi númeraúthlutun.

Fundurinn gaf Reinhard Reynissyni fundarstjóra og Aðalsteini Júlíussyni fundarritara fundarins umboð, við fundarlok til að ganga frá fundargerð og lögum félagsins.

Þannig fram farið,

Húsavík 05.05.2006.

Aðalsteinn Júlíusson fundarritari stofnfundar Náttfara – bifhjólasamtaka Þingeyinga.