Opnunarhátíð 13.apríl

Góðir félagar nú er komið að vígslu nýju félagsaðstöðu okkar Garðarsbraut 22. Sævar og Biggi, með smá aðstoð frá okkur hinum, eru búnir að gera húsið mjög huggulegt.
Við ætlum að halda opnunarveislu miðvikudagskvöld 13.apríl kl. 19:30 með vöfflukaffi og einnig geta menn gert sér glaðan dag með öðru góðgæti sem til er á staðnum.

Nú sýnum við mátt okkar ágæta félags og hittumst kát og hress ,og upplagt að taka með sér nýja félagsmenn sem eru auðvitað velkomnir í hópinn

Comments are closed.