Steinöldin

Hér er gamli tíminn í fyrirrúmi

 

Ef menn luma á frekari upplýsingum um einstaka hjól eða mynd væri gaman að geta bætt þeim við.  Best er að senda línu á nattfari@nattfari.is  eða hafa samband við undirritaðann.

Magnús #168

 

Hér er Honda CB 750K árg. 1979 sem Björn Hermannsson átti.  Myndin er tekin á sýningu sem BVH ( Bíla og vélhjólaklúbbur Húsavíkur ) hélt 20 júní 1980 á bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar Húsavík.

 

Sælir Náttfarar

Til gamans læt ég fylgja með mynd af gamla hjólinu mínu sem er velkomið að nota ef þið viljið koma upp mynda safni af gömlum Húsvískum hjólum.  Þetta hjól var, Kawasaki Mach lll 500,  árg. 1971, ég fékk það nýtt kostaði 185.000- og seldi það 1976.

Kawasaki Z1  900, árg.1973.  Ég var búinn að láta taka þetta hjól frá handa mér hjá Sverri sem var umboðsmaður Kawasaki á þessum árum kostaði 330.000-, ég lét hinsvegar pabba gamla, snúa mig frá því og fara heldur í Vélskólann í Reykjavík, ég sá hinsvegar alltaf eftir því og hef af og til reynt að kaupa það frá árinu 1976, að lokum keypti ég það fyrir tíu árum og hef síðan verið gera það upp og færa í upphaflegan búning ásamt því að nota það mikið.

Síðasta myndin er af mér á Kawasaki LTD 900, árg. 1976  tekin í Bandaríkjunum árið ´77  þegar ég var Vélstjóri á Brúarfossi, þar var gaman að keyra og flottir vegir.

Hjóla kveðja

Sigurjón P. Stefánsson

 

Bernskuminningar hafa kviknað, og er ég í raun að leita að gamla Yammanum mínum MR-50 Trail.  Fékk hann nýjan 1981 og var þetta eina  svona hjólið á Húsavík og nærsveitum held ég.  Hjólið á myndinni er ekki það sem ég átti en nákvæmlega eins þó, nema mitt var með aðeins lengra sæti og svörtum speglum.   Hjólið fór frá Húsavík 1987-1988 en ég veit ekki hvert.  Það hafði númerið Þ-214 (hvítt númer með rauðum stöfum)  en upplýsingar um þessi gömlu skellinöðrunúmer eða eigendaferil er hvergi hægt að finna í dag.  Hafi einhver hugmynd um hvar hjól þetta er að finna eða þekki eitthvað nánar sögu þess, væri gaman að fá fréttir um það.  Langar gjarnan að eignast það á ný…

Kveðja Hreiðar #14 Húsavík gsm 866-0404.

 

Kjartan Traustason #53  á Yamaha MR 50.  Tekið á Ketilsbrautinni á seinni hluta síðustu aldar.   Ps. Þetta er víst Kjartan sem er á hjólinu !

Kjarri á Jammanum

 

Óskar Kristjáns #62 átti þennan Kawa Z 650 árg. 1978.  Það er enn verið að reyna að komast að því hvernig hann slapp lifandi frá þessu tímabili.

                        Kawinn í heimahaga, Þórunn stóra systir stendur á tröppunum

Smá show fyrir Ásu í Höfðabrekkunni
Kalli Geirs #25 átti þennan Kawasaki H2 750 árg. 1972.   Þetta er 3ja cyl tvígengis hjól Kalli kaupir það nýtt og var það fyrsta hjólið af aðeins 5 hjólum sem komu til landsins af þessari árgerð.  Þessi hjól voru þekkt fyrir mikinn  kraft og hámarkshraða en einnig líka fyrir óstöðugleika og alveg hroðalega bensíneyðslu.

 

Rúnar Birgis #45 átti þetta hjól og situr á því.  Þetta er 1961 árgerðin af Tempo Lett og var framleitt i Sandnes í Noregi. (fyrir utan motor ). Eins og sést ef vel er skoðað er myndin tekin, eða allavega framkölluð 1965.  Bjössi Sig keypti þetta hjól nýtt og síðan átti Kiddi ( Stjáni ) í Strandbergi það en Rúnar kaupir af honum 1964.  Átti það í ca. 1 og 1/2 ár, fór með það til Reykjavíkur, náði að villast þar um stund og seldi það síðan þar.

 

Bjössi Sig. sendi mér þessa mynd af sama hjóli á meðan hann átti það og ber það númerið Þ 30.  Til gamans má geta þess að meðan hann átti það var frekar stopul vinna í Fiskiðjusamlaginu og var hann sendur um bæinn á hjólinu til að ræsa út mannskap ef vinna féll til, þá var ekki sími í hverju húsi.

Hérna er Þórður Sig. að máta sig á hjólið upp við Sunnuhvol

Hér koma svo hjól sem þeir bræður Þráinn Þráinsson ( Minni ) og Ölver Þráinsson áttu.Þetta hjól átti Þráinn. Honda CB 750F árg. 1979

Þetta átti Þráinn líka. Honda CB 900F árg. 1980

 

En þetta hjól átti Ölver. Honda Magna V65 1100 árg. 1986