Rauða Húsið

Félagar, minnum á að spjallfundir með  myndasýningum  frá liðnum tíma og  kaffi ,og jafnvel önnur efni,eru öll fimmtududagskvöld,kl 20.00 okkur til skemmtunar og ánægju (eða óánægju)  í Rauða Húsinu okkar Garðarsbraut 22 á Húsavík. við hliðina á Gumma rakara Nýtum okkur frábæra félagsaðstöðu okkar og eflum skemmtilegan og góðan félagskap sem hefur verið öflugur, en dalað svolítið í seinni tíð, en er ennþá með sama markmiðið og sett var við stofnun.

Nafn samtakanna er Náttfari – bifhjólasamtök Þingeyinga.
Samtökin voru stofnuð á Gamla-Bauk á Húsavík 5. maí 2006
Tilgangur samtakanna er að;
- koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjólafólks í Þingeyjarsýslu,
- gæta hagsmuna félagsmanna á opinberum vettvangi,
- stuðla að bættri umferðarmenningu með góðu fordæmi og
- hjóla saman og skemmta sér og öðrum.

Comments are closed.