JÓLAPAKKAFUNDUR

Fimmtudaginn 12. des var hinn árlegi og geysivinsæli jólapakkafundur
í Hvíta húsinu. Boðið var upp á kökur og rjúkandi heitt súkkulaði sem Sævar og Gulli mölluðu og fengu mikið hrós fyrir, .Allir fengu pakka og voru flestir ánægðir með sitt. Myndir hér

 

Fyrsti fundur vetrarins að bresta á.

Jæja félagar, þá er að hisja upp um sig brækurnar og koma saman  á  fyrsta fund vetrarins, núna fimmtudagskvöldið 7. nóv.  í félagsheimilinu okkar Hvíta húsinu.  Fundur hefst að venju kl. 8.

Og svoooooooooooooo, kíkja við.

Kótelettuveisla

Koma svo allir með

KÓTELETTUVEISLA að hætti Kótelettufélagsins var haldin í Heiðarbæ, fimmtudaginn 6. júni og tókst alveg gríðarlega vel, fín mæting ,50 manns frábær matur og allir mjög ánægðir. Takk Þorgrímur og Kótelettufélagar Myndir  hér

 

 

SMS tilkynningar til félagsmanna um ferðir eða viðburði.

Það hefur sannað sig að áreiðanlegasta leiðin til að koma skilaboðum um ferðir eða viðburði til félagsmanna er með SMS skilaboðum í síma.  Nú er það líka svo að ekki er hægt að senda tilkynningu um nýtt efni á heimasíðunni eins og var á þeir gömlu.

Þá er um að gera að skrá sig á SMS lista klúbbsins.
Þeir sem  vilja vera með á þeim lista þurfa að senda SMS  til Kjarra #53 í síma  864 0788 með upplýsingum um nafn og símanúmer.
ÞEIR SEM ÞEGAR ERU Á ÞESSUM LISTA ÞURFA EKKI AÐ SKRÁ SIG AFTUR