Fyrsti fundur vetrarins að bresta á.

Jæja félagar, þá er að hisja upp um sig brækurnar og koma saman  á  fyrsta fund vetrarins, núna fimmtudagskvöldið 7. nóv.  í félagsheimilinu okkar Hvíta húsinu.  Fundur hefst að venju kl. 8.

Og svoooooooooooooo, kíkja við.

SMS tilkynningar til félagsmanna um ferðir eða viðburði.

Það hefur sannað sig að áreiðanlegasta leiðin til að koma skilaboðum um ferðir eða viðburði til félagsmanna er með SMS skilaboðum í síma.  Nú er það líka svo að ekki er hægt að senda tilkynningu um nýtt efni á heimasíðunni eins og var á þeir gömlu.

Þá er um að gera að skrá sig á SMS lista klúbbsins.
Þeir sem  vilja vera með á þeim lista þurfa að senda SMS  til Kjarra #53 í síma  864 0788 með upplýsingum um nafn og símanúmer.
ÞEIR SEM ÞEGAR ERU Á ÞESSUM LISTA ÞURFA EKKI AÐ SKRÁ SIG AFTUR

Ný síða komin í gagnið.

Eins og sjá má er komið nýtt útlit á heimasíðuna okkar.  Kostnaður við gömlu síðuna var einfaldlega  of mikill en þessi kostar ekki nema smá brot af þeirri gömlu.   Þetta kemur að sjálfsögðu aðeins niður á gæðum en dugar samt til að koma því efni á framfæri sem við þurfum.  Það er ekki búið að fullklára síðuna og kannski finna menn einhverja bögga sumstaðar.  Þá er um að gera að láta vita af því til að hægt sé  að bregðast við.  Í myndaalbúmi er best að fara í Sets til að sjá allar möppur.

Félagar er svo endilega beðnir að senda inn efni og myndir til að halda úti líflegri síðu.